fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

„Ekki horfa, tárast og aðhafast ekkert“

Bryndís hvetur fólk til aðgerða í kjölfar EM auglýsingar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Augýsing Icelandair fyrir íslenska kvennalandsliðið hefur vakið mikla athygli frá því að hún birtist á þriðjudag, enda er auglýsingin stórkostleg. Íslenska kvennalandsliðið spilar á EM í Hollandi en stelpurnar okkar eru búnar að tryggja sæti sitt.

Á meðal þeirra sem hafa deilt auglýsingunni á samfélagsmiðlum er Bryndís Gunnlaugsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Bryndís er einnig fyrrverandi leikmaður í körfubolta og hefur setið í stjórn KKÍ.

Í status sem Bryndís birti á Facebooksíðu sinni í gær hvetur hún þá sem eru samþykkir því að konur mæti órétti í íþróttum að gera meira en að hrífast af og gráta yfir auglýsingunni. „Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum,“ segir Bryndís.

Bryndís hvetur fólk til að aðhafast, því svona auglýsingar skili engum árangri nema þeir sem á þær horfa breyti hegðun sinni og leggi sitt af mörkum.

Fékk tár í augun yfir auglýsingunni

„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu.
Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja.
Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona – þess vegna komu tárin – en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna?
Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“

Gerðu eitthvað

„EF ÞÚ GRÉST YFIR AUGLÝSINGUNNI ÞÁ MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ GERIR T.D. EITTHVAÐ AF EFTIRFARANDI: (ef þú ert ekki nú þegar að gera eitthvað af þessu). Listinn er engan vegin tæmandi
1) Ef þú átt fyrirtæki – stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti)
2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt – farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir
3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags – sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn.
4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið – það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara – bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það!
5) ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu – nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum.
6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum
EKKI GRÁTA OG GERA SVO EKKERT!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“