Ungur boltastrákur fékk heldur betur að finna fyrir því í kvöld er hann sá leik Ítalíu og Grikklands.
Um var að ræða leik í undankeppni EM en Ítalar höfðu betur sannfærandi, 3-0.
Boltastrákurinn stóð rólegur fyrir utan grasið og fylgdist með er leikmaður Ítalíu þrumaði knettinum beint í andlit hans.
Strákurinn datt að vonum í jörðina við þetta fasta skot en sem betur fer þá slasaðist hann ekki alvarlega.
Leikmaður Ítala sparkaði í boltann vegna pirrings en hann var úr leik.
Greece highlights from their 0-3 home defeat to Italy ? #GREITApic.twitter.com/V3Q7qv8KyV
— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) 8 June 2019