fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Segir samkeppni vegna Costco og H&M eina mestu vá sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir

Þráinn segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2017 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta leiðir til þess að samkeppni í verslun er nú hugsanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ára sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og Móðuharðindum.“

Þetta skrifar rithöfundurinn Þráinn Bertelsson í hæðinni grein á vefsíðu sinni. Þar gerir hann komu stórverslananna tveggja að umtalsefni og segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi. Þá hafi „Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu.“

Þráinn skrifar að samkeppni, í stað fákeppni og samráðs, geti kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en „tíu vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. „Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!“

Hann segir að hinn erlendi vágestur, frjáls samkeppni, sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standi þó til þess að ríkisstjórnin geti stöðvað þessa þróun – „eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir“.

Hann lýkur grein sinni á þeim orðum að það sé huggun harmi gegn að samkeppnin sem sé í vændum nái ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins. Þannig muni fákeppni á bankamarkaði áfram verða við lýði og samráð stórfyrirtækja muni að mestu verða óbreytt, að minnsta kosti á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur