Fékk ekki innlögn á geðdeild -Fjórum dögum síðar var hann látinn
„Kristinn var viðkvæm sál,“ segir Elsabet Sigurðardóttir en sonur hennar, Kristinn Ísfeld Andreasen, svipti sig lífi í nóvember 2008. Fjórum dögum áður leitaði hann á bráðaþjónustu göngudeildar geðsviðs Landspítalans og vildi láta leggja sig inn. Honum var hinsvegar vísað frá með uppáskrifuð svefnlyf.
„Fékk hann sjálfsvígshugsanir og gekk hann um bæinn í gær og með reipi og leitaði að stað til að hengja sig á. Hann hætti við án þess að hafa fundið sér stað. Hefur lítið borðað síðustu daga en fékk sér þó samloku á meðan hann beið eftir viðtalinu. Einnig sefur hann lítið.“
„Er ekki með sjálfsvígshugsanir núna. Hann er þó í hættu þar sem hann hefur áður reynt sjálfsvígstilraun og var kominn með plön núna. Einnig er hann hvatvís. Er hann metinn svo að hann sé ekki í sjálfsvígshættu núna er þarf áframhaldandi stuðning til að komast út úr sinni krísu. XXXX XXXXXX var konsúlteraður í síma og erum við sammála um að það þarf að fara betur í hans áfengismál en það sé ekki tímabært að leggja hann inn.“
Rúmlega fjórum sólarhringum eftir að Kristni var vísað frá geðdeildinni var hann látinn. Kristinn svipti sig lífi með því að hengja sig. 16. nóvember,
Elsabet Sigurðardóttir hefur gengið í gegnum martröðina sem allir foreldrar óttast, að missa barnið sitt. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Elsabet kennir læknamistökum um dauða þeirra. Guðbjörg lést 2 ára úr heilahimnubólgu árið 1981. 27 árum síðar svipti sonur hennar, Kristinn, sig lífi. Í helgarblaði DV ræðir Elsabet opinskátt um sorgina, óréttlætið og læknamistökin sem hún telur að hafi kostað þau Guðbjörgu og Kristinn lífið.
Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV.