fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Lára: „Beðin um að dansa á nærfötunum af því að það væri svo gott fyrir tengslanetið mitt“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður hefur sjálfur upplifað að það sé talað við mann eins og barn. Sérstaklega þegar kemur að tæknimálum; það er ekki gengið út frá því að maður sé einhver tónlistarsérfræðingur,“ segir Lára Rúnarsdóttir söngkona en rétt eins og fleiri konur í tónlistarbransanum hefur Lára upplifað kynjamisrétti í gegnum tíðina, og það oftar en einu sinni. Hún segir karla oftar en ekki vera eignaður heiðurinn af lagasmíð kvenna og það sé ekki fyrr en nýlega að tónlistariðnaðurinn hafi vaknað upp af værum blundi.

Lára kom fram á hádegisverðarfundi nokkurra stéttarfélaga í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í samtali við RÚV segist hún fagna aukinni umræðu um stöðu kvenna í tónlistarheiminum og benti á að árið 2012 þegar Kíton – félag kvenna í tónlist var stofnað hafi Íslensku tónlistarverðlaunin nánast eingöngu farið til karla. Innan við 4 prósent. tilnefninga fóru til kvenna.

Þá kveðst Lára telja að ótrúlega margt þurfi að laga innan tónlistariðnaðarins.

„Þegar maður er bara í kortlagningu og hausatalningu þá eru konur í miklum minnihluta í öllum ráðum og nefndum og á meðal þeirra sem stjórna iðnaðinum og skilgreina hvað er flott og töff í útvarpi, útgáfufyrirtækjum, sjónvarpi og þáttagerð. Þetta er í meirihluta karlar,“ segir hún og nefnir nokkur dæmi þess hvernig komið hefur verið öðruvísi fram hana innan geirans- sökum þess að hún er kona.

„Ég hef sjálf upplifað það að umboðsmaðurinn minn hefur beðið mig um að klæða mig öðruvísi, hann hefur beðið mig um að sleppa því að spila á hljóðfæri svo ég geti notað líkama minn meira þegar ég er að koma fram. Hann óskaði einu sinni eftir því að ég kæmi fram á nærfötunum með tónlistarkonunni Peaches og dansa með henni uppi á sviði af því að það væri „gott fyrir tengslanetið mitt,“

segir Lára og nefnir einnig dæmi um það þegar óskað var eftir því við útgáfufyrirtæki hennar að ekki yrði notast við plötuumslagið sem Lára vildi nota. Á þeirri mynd hafði Lára notast við photoshop forritið til að breyta líkama sínum á óvenjulegan; lengja hálsinn og stækka nefið.

„Það var ekki talið selja plötuna eða vera nægilega fallegt eða söluvænlegt. Það er ýmislegt sem maður hefur lent í gegnum tíðina,“ segir hún og bætir við:

„Mér finnst eins og fyrst núna sé iðnaðurinn að horfast í augu við vandamálið í heild sinni. Þetta hefur verið talið vandamál kvenna, og að það á okkar ábyrgð að auka sýnileika okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur