fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

„Eins og skítafýlan sé farin að kenna rassgatinu hvernig á að hegða sér“

Þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgjunni tóku upp hanskann fyrir Sindra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað með opinbera stafsmenn, sem stíga svona fram með svona virkilega ljótum orðum um eina persónu, hvort það megi og hvort það gjaldi fyrir það?“ Svona spurði útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Þar ræddu þáttastjórnendur um ummæli sem Hildur Lilliendahl lét falla um Sindra Sindrason sjónvarpsmann, sem sagðist í frægu viðtali á Stöð 2 fyrr á vikunni tilheyra ýmsum minnihlutahópum.

Ummæli Hildar voru svona: „Jaðarsetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“

Þráinn Steinsson sagði um Hildi að hún teldi sig vera málsvara þeirra sem minna mega sín og gengið með jafnréttisspjótið hátt uppi. Hún reiði hátt til höggs. „Af hverju þarf hún að draga kynhneigð hans inn í þetta og skeyta einhverju forskeyti þar fyrir framan eins og epalhommi. Þetta er bara gert til að niðra hann. Þetta er eins og við færum að kalla Svavar Örn hárgreiðsluhommann. Hvaða vitleysa er þetta?“ spurði Þráinn.

Heimir spurði þá hvort þetta gæti haft einhverjar afleiðingar fyrir hana sem starfsmann Reykjavíkurborgar. „Hvað með opinbera stafsmenn, sem stíga svona fram með svona virkilega ljótum orðum um eina persónu, hvort það megi og hvort það gjaldi fyrir það?“

Pressan bendir í því samhengi á mál Snorra í Betel, sem sagt var upp starfi sínu sem kennari vegna ummæli um samkynhneigð. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta og svarar það því ef til vill spurningu Heimis.

Þráinn sagði að næsta hurð við Hildi hjá borginni væri „væntanlega skrifstofa jafnréttisráðs. Að gera þetta. Það er svona eins og skítafýlan sé farin að kenna rassgatinu hvernig á að hegða sér.“

Gunnlaugur Helgason tók líka þátt í umræðunum og sagði: „Það er annað hvort eitthvað að þarna, eða hún sest við tölvuna og hugsar með sér: „Jæja, best að henda inn einni sprengju núna“ og skrifar eitthvað og svo situr hún heima og hlær að viðbrögðunum. Þarna er verið að tala við fólk sem er á móti fordómum en hljómar eins og það sé sjálft með fordóma.“

Nefnt hefur verið á samskiptamiðlum að dæmi sé um að starfsmanni sveitarfélags hafi verið sagt upp fyrir umdeild skrif á netinu, en því máli lauk með því að dómstólar dæmdu uppsögnina ólögmæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn rýfur þögnina um andlát leikkonunnar

Kærastinn rýfur þögnina um andlát leikkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað