fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fókus

Stærsta kvöld ársins

Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 18:30

Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að gleðin hafi verið við völd á Hótel Hilton Reykjavík Nordica á sunnudagskvöld þegar Edduverðlaunin 2017 voru afhent. Um er að ræða stærstu verðlaunahátíð sem haldin er hér á landi á sviði kvikmynda- og sjónvarps.

Kvikmyndin Hjartasteinn var ótvíræður sigurvegari kvöldsins en myndin hlaut alls tíu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Blær Hinriksson var valinn besti leikarinn fyrir Hjartastein en Hera Hilmarsdóttir besta leikkonan fyrir Eiðinn. Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins og Ligeglad var valið besta leikna sjónvarpsefni ársins.

Ljósmyndari DV var á svæðinu og náði þessum myndum.

Aðstandendur þáttarins Með okkar augum voru kátir þegar verðlaunin voru afhent. Þátturinn var valinn Menningarþáttur ársins og er vel að þeim verðlaunum kominn.
Öflugt teymi Aðstandendur þáttarins Með okkar augum voru kátir þegar verðlaunin voru afhent. Þátturinn var valinn Menningarþáttur ársins og er vel að þeim verðlaunum kominn.
Hjartasteinn sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni og hlaut alls tíu verðlaun. Aðalhlutverkin voru í höndum ungra og efnilegra leikara sem svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér.
Sigurvegarar Hjartasteinn sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni og hlaut alls tíu verðlaun. Aðalhlutverkin voru í höndum ungra og efnilegra leikara sem svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér.
Tvær af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar, Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir, voru brosmildar að vanda á hátíðinni.
Frábærar Tvær af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar, Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir, voru brosmildar að vanda á hátíðinni.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stillir sér hér upp við hlið Fanneyjar Birnu Jónsdóttur, fyrrverandi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, og Viktoríu Hermannsdóttur, fréttakonu hjá RÚV. Kærasti Viktoríu, grínistinn og þúsundþjalasmiðurinn Sólmundur Hólm, var kynnir hátíðarinnar.
Ráðherra og fréttakonur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stillir sér hér upp við hlið Fanneyjar Birnu Jónsdóttur, fyrrverandi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, og Viktoríu Hermannsdóttur, fréttakonu hjá RÚV. Kærasti Viktoríu, grínistinn og þúsundþjalasmiðurinn Sólmundur Hólm, var kynnir hátíðarinnar.
Nanna Kristín Magnúsdóttir er hér við hlið kærasta síns, Gauts Sturlusonar lögfræðings. Nanna Kristín hlaut tilnefningu sem besta leikkona í aukahlutverki í myndinni Hjartasteinn. Verðlaunin komu hins vegar í hlut Nínu Daggar Filippusdóttur einnig fyrir Hjartastein.
Tilnefnd Nanna Kristín Magnúsdóttir er hér við hlið kærasta síns, Gauts Sturlusonar lögfræðings. Nanna Kristín hlaut tilnefningu sem besta leikkona í aukahlutverki í myndinni Hjartasteinn. Verðlaunin komu hins vegar í hlut Nínu Daggar Filippusdóttur einnig fyrir Hjartastein.
Svala Björgvinsdóttir og Ragnheiður Björk Reynisdóttir voru glæsilegar á hátíðinni á sunnudagskvöld. Svala undirbýr sig nú af kappi fyrir forkeppni Eurovision um næstu helgi.
Töff mæðgur Svala Björgvinsdóttir og Ragnheiður Björk Reynisdóttir voru glæsilegar á hátíðinni á sunnudagskvöld. Svala undirbýr sig nú af kappi fyrir forkeppni Eurovision um næstu helgi.
Hjónin Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson voru í sínu fínasta pússi á hátíðinni.
Hjónin Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson voru í sínu fínasta pússi á hátíðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum