„Það eru nákvæmlega svona cocky ummæli frá mér sem hann er að tala um“
Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson var afar stoltur af því að kynnir Edduverðlaunanna, Sóli Hólm, gerði góðlátlegt grín að honum á hátíðinni á sunnudag. Jóhannes komst í upptalningu Sóla á Íslendingum sem eru að gera það gott á erlendri grundu og bætti við kíminn að það eina sem Jóhannes vantaði væri að hafa smá álit á sjálfum sér.
Jóhannes grínast með það á Twitter að hafi orðið lítill í sér og velt fyrir sér hvort hann yrði talinn upp.
„Svo mundi ég að ég er að leika í tveimur Hollywood-myndum sem koma út á árinu og einni seríu á Netflix. Vandró að nefna mig ekki.“ Svo klykkti hann út með: „OG það eru nákvæmlega svona cocky ummæli frá mér sem hann er að tala um.“
@SoliHolm sagði brandara um mig á Eddunni í gær. MIG! I'm very honored. pic.twitter.com/F3Odso8RcZ
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) February 27, 2017
//platform.twitter.com/widgets.js
@SoliHolm þegar hann byrjaði upptalninguna þá hugsaði ég pínu lítill í mér "Ætli hann nefni kannski mig? Er ég ekki að gera fína hluti?"
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) February 27, 2017
//platform.twitter.com/widgets.js
@SoliHolm Svo mundi ég að ég er að leika í tveimur Hollywoodmyndum sem koma út á árinu og einni seríu á Netflix. Vandró að nefna mig ekki.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) February 27, 2017
//platform.twitter.com/widgets.js
@SoliHolm OG það eru nákvæmlega svona cocky ummæli frá mér sem hann er að tala um.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) February 27, 2017