fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Komdu í veg fyrir að bananarnir verða brúnir – Þetta er besta leiðin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög sniðugt að kaupa nokkur búnt af bönunum fyrir heimilið þar til þeir eru allir orðnir brúnir nokkrum dögum seinna.

Góðu fréttirnar eru þær að það er í lagi að borða brúna banana, fullkomlega öruggt. Það er meira að segja betra að melta brúna banana.

En þú getur líka hægt á – og jafnvel komið í veg fyrir – ferlinu þegar þeir brúnast. Women‘s Health Magazine greinir frá.

Af hverju verða bananar brúnir?

Bæði hýðið og aldinkjöt ávaxtarins geta brúnast, en vegna mismunandi ástæðna. Byrjum á banananum að utan. Hýðið verður brúnt vegna etýlen gass sem bananar framleiða náttúrulega.

Þegar hýðið er fjarlægt af bananum sjálfum þá byrjar ávöxturinn að bregðast við loftinu og verður brúnn sem hluti af ferli sem heitir oxun.

Hvernig kemst ég hjá því að bananarnir mínir verði brúnir?

Þetta byrjar allt í matvöruversluninni. Til að byrja með, ekki kaupa banana í plastpokum. Þegar þú setur banana í plast eða einhvers konar poka, hvort sem það er heima hjá þér eða í búðinni, þá lokaru etýlen gasið með í pokanum sem flýtir fyrir þroska bananans.

Þegar þú kemur heim geymdu banana á stað þar sem þeir þroskast síður og vefðu plastfilmu utan um efsta brodd búntsins.

Þó það kemur ekki í veg fyrir að þeir brúnist þá takmarkar það magn etýlens sem bananarnir framleiða. Þar af leiðandi kemst etýlen gasið ekki að restinni af banananum.

Settu plastfilmu yfir broddinn á bananabúntinu.

Í raun er reglan sú að því meira etýlen sem bananinn kemst í snertingu við, því hraðar þroskast hann.

Bananar eru ekki eini ávöxturinn sem gefur frá sér etýlen gas. Best er að halda banönum frá slíkum ávöxtum eins og epli og avókadó.

Ef einhver banani í búntinu þínu er byrjaður að brúnast eða er með brúna bletti, taktu þann banana í burtu frá hinum því hann flýtir fyrir þroskunarferli hjá hinum.

En hvað með að setja banana í ísskápinn eða frystinn?

Ekki slæm hugmynd. Þó það sé best að geyma banana við stofuhita þar til þeir eru þroskaðir, þá getur verið sniðugt að setja þá í ísskápinn eða frystinn til að hægja á að þeir þroskist og verði brúnir.

Bananar verða mjög auðveldlega brúnir í kulda, en það þýðir ekki að þeir eru ónýtir. Til að forðast það þá geturðu skorið banana niður og sett í loftþétt box í frystinn. Það er rosalega gott að setja það í boost.

Banana ís eða nice cream eins og það er einnig kallað.

Ef bananarnir mínir eru rosalega brúnir, ætti ég að henda þeim?

Nei alls ekki. Þó mjög þroskaðir bananar eru ekki beint girnilegir, þá hafa þeir notagildi. Meira að segja þó þeir séu orðnir svartir. Vegna sykrumagns þeirra þá eru of þroskaðir bananar frábærir fyrir bakstur og til að gera banana ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa