fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Matur

21 árs með slappan rass og ekkert úthald: „Tík, þú ert að svelta þig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 13. janúar 2019 21:31

Katie er örugg í eigin skinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ólst upp við að dansa og spila fótbolta en þegar ég fór í háskóla hætti ég því. Mér fannst aldrei gaman að fara í ræktina – bara út af því að ég vissi ekkert hvað ég var að gera – og matarvenjur mínar voru hræðilegar,“ segir Katie Crewe í pistli á vefsíðu Women’s Health og lýsir sínum gömlu matarvenjum.

„Ég byrjaði daginn með „french vanilla“-cappuccino og eplaskífu eða kleinuhring. Í hádegismat fékk ég mér samloku eða pítsu og drakk sykraðan safa í staðinn fyrir vatn. Síðar um daginn fékk ég mér múffu eða smáköku í snarl. Í kvöldmat fékk ég mér kannski grænmeti eða prótein en síðan morgunkorn í nasl allt kvöldið,“ segir Katie. Hún var þó alltaf grönn þó matarvenjurnar væru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

„Ég var samt grönn en enginn sagði að ég væri óheilbrigð eða að pressa á mig að breytast.“

21 árs með of hátt kólestóról

Þó að vaxtarlagið væri það sem margir telja ákjósanlegt var Katie í hræðilegu formi vegna lifnaðarhátta sinna.

„Einn daginn tók ég eftir því að ég varð móð við það bara að hlaupa eftir strætó. Ég man að ég hugsaði: Hvernig komst ég hingað? Þetta er svo slæmt. Ég tók líka eftir að líkami minn breyttist: Ég var mjúk á sumum svæðum, horuð á öðrum og rassinn minn var að slappast. Ég man að ég hugsaði: Hvernig er rassinn minn að slappast?! Ég var 21 árs. Þegar ég fór til læknis sagði hann mér að ég væri með hátt kólestóról einnig,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Crewe (@katiecrewe) on

Kveikti í keppnisskapinu

Þegar Katie útskrifaðist úr háskóla ákvað hún að taka sér taki. Hún vildi ná að skokka án þess að verða móð en einnig fá stinnan rass. Hún byrjaði á fitubrennsluæfingum og byrjaði síðan i hópatímum í ræktinni.

„Ég var eiginlega neydd til að gera allt sem ég forðaðist í tímunum, eins og armbeygjur og æfingar fyrir efri líkamann, sem var mjög erfitt. En smátt og smátt stóð ég mig betur, sem kveiktí í keppnisskapinu mínu og ég byrjaði að skora á sjálfa mig að lyfta þyngra,“ segir Katie. Hún var óstyrk í lyftingarsalnum þannig að hún leitaði að æfingum á netinu til að undirbúa sig betur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Crewe (@katiecrewe) on

Katie sá samt ekki miklar breytingar strax og segir að það hafi tekið allt að eitt ár að sjá aukinn vöðvamassa á líkamanum. En hún græddi ýmislegt annað líka á þessari vegferð.

„Einn daginn fattaði ég að öllum öðrum var alveg sama um þyng mína og að þyngdin ætti ekki að hafa áhrif á hamingju mína. Þannig að ég hætti að vigta mig.“

„Ef ég er svöng þá borða ég“

Samfara þessu byrjaði Katie að borða hreint fæði og segist hafa gengið of langt í þeim efnum. Hún borðaði aldrei eftir klukkan sjö á kvöldin og tók þátt í fitness-keppnum.

„Á þessum tíma borðaði ég ekki viðbættan sykur svo mánuðum skipti þannig að meira að segja möndlusmjör og gulrætur voru alltof sætar fyrir mig,“ segir hún. „Ég gerði mér grein fyrir að ég gæti ekki haldið þessu til streitu til frambúðar. Ég tók eftir skapsveiflum í mér og ég held að líkaminn minn hafi verið að reyna að segja mér: Tík, þú ert að svelta þið og þú verður að hætta þessu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Crewe (@katiecrewe) on

Í dag telur Katie macros, eða næringarefnin sem hún borðar – til dæmis hve mörg grömm hún borðar af próteini, kolvetnum og fitu á hverjum degi.

„Ég áttaði mig loks á því að matur væri eldsneyti. Maður þarf meira til að verða sterkari. Ég byrjaði að borða meira af kolvetnum sem hjálpaði mikið. Ég fasta líka tímabundið, en er þó ekki ströng í því. Ef ég er svöng þá borða ég,“ segir hún, en þessi lífsstílsbreyting hefur umbreytt lífi hennar.

„Ég hélt að það væri eðlilegt að vera alltaf þreyttur. Ég sofnaði mjög fljótt og var alltaf uppgefin. Nú er ég miklu orkumeiri. Ég held að mannskepnan hafi verið sköpuð til að hreyfa sig,“ segir hún og hvetur fólk til að finna hreyfingu við hæfi. „Ég er miklu meira sjálfstraust í dag. Ég myndi ekki vilja skipta um líkama við neinn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Crewe (@katiecrewe) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa