fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Þetta borðar ofurfyrirsætan yfir daginn: Hún er 64 ára en lítur út eins og þrítug

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 16. desember 2018 21:28

Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Christie Brinkley náði fyrst augum heimsins árið 1979 þegar hún hóf ferilinn í fyrirsætustörfum. Hún er enn að, en síðast í fyrra sat hún fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. Christie er 64ra ára en lítur út fyrir að vera þrítug. Gott og heilbrigt útlit þakkar hún mataræðinu. En hver eru leyndarmálin hennar að æskuljómanum?

https://www.instagram.com/p/BQMYZhngsVo/?utm_source=ig_embed

Hún hefur ekki farið í megrun í langan tíma

„Ég prófaði frekar skrýtna kúra í byrjun ferilsins, allt frá safaföstum til kúrs sem snerist um að borða eitt greip áður en maður borðaði eitthvað á daginn,“ sagði hún eitt sinn í viðtali við NY Mag. „Eina sem virkar er fjölbreytt og gott mataræði.“

Hún byrjar hvern dag á volgu vatni og sítrónu

„Þetta er eitthvað sem ég sá á Instagram,“ sagði hún í viðtali við New York Magazine. Christie setur líka hunang og cayenne pipar í volga vatnið ásamt safa úr heilli sítrónu. Þetta drekkur hún á hverjum degi og fer síðan í kaffibollann til að undirbúa sig fyrir daginn.

https://www.instagram.com/p/BldXMqJn7Fe/

Hún fær sér alltaf stóran morgunverð

Fyrirsætan elskar að blanda jógúrti saman við brómber, bláber, hindber, papaya, chia fræ, hafra og valhnetur í hádegismat. Ef hún vill fá sér meira prótein býr hún til eggjahvítuköku með spínati og sveppum. Þá er hún mikill aðdáandi ristaðs brauðs með lárperu.

Hún er grænmetisæta

Christie hefur ekki sett kjöt inn fyrir sínar varir síðan hún var tólf ára gömul og segist vera sveigjanlegur grænkeri þar sem hún er ekki alveg hætt að borða mjólkurvörur. „Mozzarella og pasta eru til. Í Frakklandi fæ ég mér kannski smá Camembert og ostasamloku,“ sagði Christie í viðtali við NY Mag.

https://www.instagram.com/p/BoxXu5qHEZM/

Hún fær sér léttan hádegisverð

„Ég fæ mér alltaf salat og síðan hvaða korn eða baunir sem urðu afgangs eftir kvöldmat gærkvöldsins,“ sagði hún í viðtali við Harper’s Bazaar. Þegar líða fer á daginn fær hún sér síðan ferskan safa úr grænkáli, súraldinsafa, appelsínusafa og lárperu og nartar í hnetublöndu sem hún býr til sjálf. Þá fær hún sér einnig oft eplabáta með hnetusmjöri í snarl.

Hún eldar litríkan kvöldmat

„Uppáhaldsmaturinn minn er brún hrísgrjón með linsubaunum, grilluðum rauðum og gulum paprikum og fennel, með sætum kartöflum og salati,“ sagði hún í samtali við Harper’s Bazaar. Þá finnst henni gott að fá sér smá áfengi með matnum.

„Mér finnst gott að fá mér rauðvínsglas með kvöldmatnum því það hefur ekki áhrif á svefninn minn.“

https://www.instagram.com/p/BpPrADPnktM/

Hún er með súkkulaði á heilanum

Christie fær sér súkkulaði á hverjum einasta degi, nánar tiltekið hrástykkið Gnosis Pom Açai.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa