fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Borðar þú hrátt kökudeig? Þá þarftu að lesa þetta: Heilsan að veði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 09:30

Hrátt kökudeig getur gert þig veika/n.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minna en tvær vikur eru til jóla og margir sem stytta sér stundir við að baka smákökur. Margir geta ekki beðið eftir að smákökurnar séu klárar úr ofninum og stelast í að smakka kökudeigið, en það getur verið varasamt.

Bandaríska lýðheilsustofnunin CDC varar fólk við að borða hrátt smákökudeig og eru tvær ástæður fyrir því.

Sú fyrri er að oftar en ekki eru egg í deiginu, en eins og flestir vita geta hrá egg borið með sér salmonellu sem velur alvarlegri magakveisu og dregur 450 manneskjur til dauða í Bandaríkjunum á hverju ári.

Seinni ástæðan er hrátt hveiti, sem er heldur ekkert sérstaklega gott fyrir mannslíkamann. Hrátt hveiti getur nefnilega borið með sér ýmsa sýkla, þar á meðal E. coli, en E. coli vírus sem rakinn var til hveitis gerði 63 einstaklinga veika í Bandaríkjunum árið 2016.

Af þeim sökum mælir CDC með því að bakarar haldi ró sinni og sleppi því að borða hrátt deig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa