fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433

Fyrrum leikmenn Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Wenger

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal er langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Englandi þessa dagana.

Liðið tapaði illa fyrir Manchester City um helgina í úrslitum enska Deildarbikarsins, 0-3 og eru margir stuðningsmenn liðsins komnir með nóg af Wenger.

Þá virðast fyrrum leikmenn liðsins vera búnir að missa þolinmæðina en þeir Thierry Henry og Paul Merson gagnrýndu hann báðir harðlega eftir leikinn gegn City.

„Stuðningsmennirnir eru búnir að fá nóg. Þegar að ég hitti þá í dag þá spyrja þeir mig reglulega af hverju Arsenal er ekki á toppnum í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Henry.

„Vandamál Arsenal er stöðugleiki. Þeir vinna kannski Chelsea, spila vel á heimavelli en fara svo á útivöll og tapa. Það vantar allan stöðugleika í liðið.“

„Það tapa allir leikjum en þetta snýst um það hvernig þú tapar leknum. Mörkin sem Arsenal fékk á sig gegn City voru mörk sem var auðveldlega hægt að koma í veg fyrir,“ sagði Henry.

„Annað liðið leit út eins og þeir væru að spila úrslitaleik, hitt liðið spilaði eins og þeir væru að spila heiðursleik fyrir einhvern,“ sagði Merson og átti þar við Arsenal.

„Það er ekki bara hægt að kenna stjóranum um þetta tap, leikmennirnir verða að axla einhverja ábyrgð og þeir mættu ekki til leiks í dag,“ sagði Merson að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband