fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Skólastarfskona lést eftir spark frá 14 ára nemanda

Pressan
Laugardaginn 18. október 2025 21:00

Amy Morell. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Morell, 53 ára gamall starfsmaður í heimavistarskóla (Meadowridge Academy) í Massachusetts í Bandaríkjunum, lést í kjölfar þess að 14 ára drengur, nemandi við skólann, sparkaði í brjóstkassa hennar.

Hið hörmulega atvik átti sér stað síðdegis á miðvikudag. Heimildir herma að drengurinn hafi ætlað að yfirgefa heimavistarálmu skólans án leyfis og Morrell hafi reynt að stöðva hann með handafli. Átök brutust út á milli þeirra tveggja með þessum óvæntu og hörmulegu afleiðingum.

Strax í kjölfar árásar nemandans reyndu starfsmenn hjartahnoð við hina meðvitundarlausu Morell og henni var síðan ekið með hraði í sjúkrabíl á bráðadeild. Þar var hlúð að henni en á fimmtudeginum var hún látin.

Unglingurinn sem í hlut átti hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða.

Mirror greinir frá og vitnar í viðtal  WCVB-sjónvarpsstöðvarinnar við vin Amy Morrell, sem lýsir atvikinu bæði sem stórundarlegu og afar sorglegu. Hann segist ekki hafa getað órað fyrir því að svona nokkuð gæti komið fyrir vinkonu hans. Hann sagði:

„Þú lendir í slagsmálum, þú heldur ekki að þú sért að fara að slá einhvern og að viðkomandi sé að fara að deyja á staðnum, sérstaklega ekki ef þú ert krakki. Líf þessa barns er líklega eyðilagt. Lífi hennar er lokið. Þetta er bara mjög sorgleg staða.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf