fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. október 2025 16:30

Kylie Jenner. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner hefur verið hvött til að  „lesa salinn“ eftir að nýjasta auglýsing hennar fyrir Kylie Cosmetics var birt. 

Um helgina birti hún stutt myndband á Instagram þar sem hún sýndi „handtöku sína“.

Í myndbandinu er Jenner klædd svörtum leðurbrjóstahaldara, samsvarandi örstuttbuxum, silfurlituðum mjaðmakeðjum, gegnsæjum svörtum sokkabuxum og svörtum oddhvössum skóm. Hárið fellur niður axlir hennar og förðunin er óaðfinnanleg.

Í handjárnum gengur Jenner hægt og rólega eftir gangi fangelsis á meðan tveir lögreglumenn gengu á eftir henni hvoru megin. „King Kylie. Á morgun,“ blikkaði yfir skjáinn og heyrist kona hvísla orðunum.

„King Kylie“ vísar til uppreisnargjarns stíls Jenner árið 2015, en það ár setti hún varalitasett sín á markað sem voru upphafið að snyrtivöruveldi hennar.

Margir hafa gagnrýnt myndbandið.

„Landið er að sjóða yfir, borgarar eru dregnir burt af óheiðarlegum löggum, en Kylie Jenner notar handtöku til að kynna snyrtivörur. Þetta er ekki háðsádeila; þetta er bandarísk rotnun,“ skrifaði einn reiður Reddit notandi og vísaði til áframhaldandi árása ICE í Bandaríkjunum.

Annar gagnrýnandi svaraði: „lol eins og hún gæti nokkurn tímann skilið hvað fólkið sem hún leikur er að ganga í gegnum. Þetta er ótrúlega ógeðslegt og ég hugsaði ekki einu sinni um hversu ótaktlaust þetta er fyrr en ég las þessa færslu. Þú hefur svo rétt fyrir þér.“

Þriðji kallaði auglýsinguna „í raun ógeðslega.“

Einn velti því fyrir sér hvort Jenner væri að „reyna að endurskapa sömu deilur og systir hennar Kendall gekk í gegnum með hinni látlausu Pespi-auglýsingu“

Í umræddri stöðvaði Kendall átök í mótmælum með því að gefa lögreglumanni gosdós.

„Til viðbótar við þetta, finnst einhverjum öðrum það skrýtið að það hafi verið mótmæli um allt land, „Engir konungar“, og hún birtir myndatöku sem kallast „King Kylie“ með tilheyrandi myndum?“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali