fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Wilshere hefur verið ráðinn nýr stjóri Luton Town. Þetta er fyrsta fasta aðalþjálfarastarf þessa fyrrum miðjumanns Arsenal og enska landsliðsins.

Wilshere, sem er 33 ára, tók tímabundið við Norwich í lok síðasta tímabils og stýrði liðinu í tveimur leikjum, en fékk ekki starfið til frambúðar. Hann tekur nú við Luton af Matt Bloomfield, sem var rekinn í síðustu viku eftir dapra byrjun í ensku C-deildinni.

Luton var í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2023-2024 en hefur fallið tvisvar í röð. „Það er mikill heiður að verða ráðinn stjóri Luton,“ sagði Wilshere á heimasíðu félagsins.

Wilshere lék með yngri liðum Luton áður en hann gekk til liðs við Arsenal níu ára gamall. Hann hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari í akademíu Arsenal og aðstoðarþjálfari Norwich.

Chris Powell, fyrrum stjóri Charlton og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, verður aðstoðarmaður Wilshere.

Fyrsti leikur hans við stjórnvölinn verður á heimavelli gegn Mansfield á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Færast nær því að losa sig við Lewandowski

Færast nær því að losa sig við Lewandowski
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti
433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Í gær

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“