Fyrrum stjóri Real Madrid, Fabio Capello, hefur rætt um hvernig brasilíska goðsögnin Ronaldo þyngdist verulega áður en hann ákvað að losa sig við hann hjá Real Madrid.
Ronaldo lék með spænska risanum á árunum 2002 til 2007 og á þeim tíma var hann á stórkostlegu skeiði á ferlinum, hann skoraði 83 mörk í 127 leikjum fyrir Los Blancos.
Þrátt fyrir ótrúlega hæfileika Ronaldo og frábæra frammistöðu hans inni á vellinum var Capello þekktur fyrir að vera strangur stjórnandi og krafðist þess á endanum við forsetann, Ramón Calderón, að framherjinn yrði látinn fara.
„Ronaldo er besti leikmaðurinn sem ég hef nokkurn tíma þjálfað,“ sagði Capello í viðtali við AS.
„Hann elskaði að fara út að skemmta sér á hverju kvöldi, hann var klikkuð týpa. Hann var 94 kíló og vildi ekki léttast. Á endanum sagði ég forsetanum að við yrðum að sleppa honum, það var engin leið til að halda áfram svona. Og við gerðum það. En ég ítreka, hann er besti leikmaðurinn sem ég hef þjálfað.“
Capello tók við Real Madrid í annað sinn árið 2006, þegar hin fræga Galacticos-öld var að renna sitt skeið á enda. Þrátt fyrir að hafa leitt liðið til spænska meistaratitilsins það ár, var sambandið við Ronaldo komið í hnút, og ákvörðunin um að selja hann til AC Milan varð óumflýjanleg.