fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Besti leikmaður sem hann hefur þjálfað – Vildi bara djamma og var alltof þungur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum stjóri Real Madrid, Fabio Capello, hefur rætt um hvernig brasilíska goðsögnin Ronaldo þyngdist verulega áður en hann ákvað að losa sig við hann hjá Real Madrid.

Ronaldo lék með spænska risanum á árunum 2002 til 2007 og á þeim tíma var hann á stórkostlegu skeiði á ferlinum, hann skoraði 83 mörk í 127 leikjum fyrir Los Blancos.

Þrátt fyrir ótrúlega hæfileika Ronaldo og frábæra frammistöðu hans inni á vellinum var Capello þekktur fyrir að vera strangur stjórnandi og krafðist þess á endanum við forsetann, Ramón Calderón, að framherjinn yrði látinn fara.

„Ronaldo er besti leikmaðurinn sem ég hef nokkurn tíma þjálfað,“ sagði Capello í viðtali við AS.

„Hann elskaði að fara út að skemmta sér á hverju kvöldi, hann var klikkuð týpa. Hann var 94 kíló og vildi ekki léttast. Á endanum sagði ég forsetanum að við yrðum að sleppa honum, það var engin leið til að halda áfram svona. Og við gerðum það. En ég ítreka, hann er besti leikmaðurinn sem ég hef þjálfað.“

Capello tók við Real Madrid í annað sinn árið 2006, þegar hin fræga Galacticos-öld var að renna sitt skeið á enda. Þrátt fyrir að hafa leitt liðið til spænska meistaratitilsins það ár, var sambandið við Ronaldo komið í hnút, og ákvörðunin um að selja hann til AC Milan varð óumflýjanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“
433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val
433Sport
Fyrir 2 dögum

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Haaland bestur í mánuðinum

Haaland bestur í mánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum