„Ógeðslega mikið svekkelsi, ég veit ekki hvernig við töpuðum þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson eftir 3-5 tap gegn Úkraínu í undankeppni HM.
Ísland var betri aðilinn í kvöld en mistök kostuðu liðið.
„Það er dýrt á svona háu leveli að gera svona aulamistök. Þú þarft að sleppa þessu en þeir refsa grimmilega.“
Ísland jafnaði í 3-3 eftir að hafa lent 1-3 undir og ætlaði klárlega að sækja sigurinn.
„Manni langaði að vinna leikinn sem er eðlilegt, en eftir á að hyggja hefði maður kannski átt að virða stigið,“ sagði Hákon svekktur.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.