fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

Pressan
Mánudaginn 13. október 2025 19:30

Lindsay Rimer. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 fór 13 ára gömul stúlka, Lindsay Rimer, út í hverfisbúðina (Spar) þar sem hún bjó í bænum Hebden Bridge, í Vestur-Jórvíkurskíri, til að kaupa kornflögur. Hún sneri aldrei heim eftir það.

Eftir nokkurra mánaða leit að Lindsay fannst lík hennar í áveituskurði, Rochdale Canal, í um þriggja kílómetra fjarlægð frá heimili hennar. Líkið hafði verið bundið við stein til þyngingar. Engin merki voru um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni en það voru ummerki á hálsi hennar sem bentu til kyrkingar.

Rannsókn málsins fjaraði út en var tekin upp aftur löngu síðar. Í dag greindu breskir fjölmiðlar frá því að maður hefði verið handtekinn, grunaður um morðið á Lindsay. Maðurinn situr inni vegna annarra glæpa. Hann hefur neitað sök.

Systir Lindsay, Juliet Rimer, var aðeins eins árs gömul þegar Lindsay hvarf. Hún þekkti því ekki systur sína en hefur undanfarið lesið dagbækur og bréf hennar til að átta sig á því hvernig manneskja Lindsay var. Hún segir í viðtali við Sky News að upplifunin af því minni á hryllingsmynd:

„Sú staðreynd að ég hafi átt systur sem ég þekkti aldrei og var myrt, ég einfaldlega næ ekki að höndla það. Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig,“ segir Juliet.

Talsmaður lögreglu segir: „Við einsetjum okkur að gera allt sem við getum til fá réttlæti fyrir Lindsay og færa fjölskyldu hennar þau svör sem þau þurfa svo mikið að fá eftir öll þessi ár.“

Sjá einnig nánar á vef Metro.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“