„Ég hef ekki lent í öðru eins, þetta er sjokk. Við áttum alls ekki svo lélegan leik að eiga að fá fimm mörk á okkur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen landsliðsmaður eftir 3-5 tap gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
Ísland hafði lent 1-3 undir fyrr í leiknum en jafnaði og útlitið var gott.
„Ég var viss um að við myndum vinna þegar við komumst í 3-3. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta,“ sagði Andri.
Hann segir menn hafa verið vel pirraða inni í klefa eftir leik. „Nokkrir tóku pínu kast, það voru vatnsbrúsar sem flugu hægri vinstri,“ sagði hann.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.