fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. október 2025 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason segir Ísland hafa verið betra liðið í 3-5 tapi gegn Úkraínu í kvöld en segir Strákana okkar geta sjálfum sér um kennt.

„Ég er smá orðlaus. Við fáum fyrra markið á okkur sem er allt í lagi en lendur 1-3 undir í lok fyrri hálfleik gegn gangi leiksins algjörlega. Við komum okkur aftur inn í leikinn en þá gerist það sama og í fyrri hálfleik, við slökkvum á okkur. Þeir eiga sex skot og fimm enda í netinu, þetta er með ótrúlegri leikjum sem ég hef spilað,“ sagði hann.

„Við getum sjálfum okkur um kennt, við getum ekki verið að gera einstaklingsmistök eins í kvöld, staðsett okkur vitlaust. Þegar við erum með þessa yfirburði er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð fimm mörk á þig. Við varnarmennirnir þurfum að taka stóra ábyrgð á þessu.“

Ísland virtist ætla að taka sigurinn eftir að hafa jafnað í 3-3 í kjölfar þess að lenda 1-3 undir.

„Oft þarftu að hugsa að þegar þú getur ekki unnið leikinn máttu ekki tapa honum. Við erum að spila við Úkraínu og keppa við þá um annað sætið. Ef leikurinn endar með jafntefli erum við enn fyrir ofan þá í riðlinum. En mómentið í leiknum var þannig að mér fannst við vera að fara að skora næsta mark. En það vantaði meiri einbeitingu í ákveðnum lykilatriðum.“

Ítarlegt viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti