fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. október 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Arsenal hafi verið sektað fyrir brot á reglum enska bikarsins í tengslum við leik liðsins gegn Manchester United í þriðju umferð keppninnar í janúar síðastliðnum.

Samkvæmt tilkynningu frá sambandinu komst það að þeirri niðurstöðu að Arsenal hefði brotið reglugerð sem snýr að miðum sem gestaliðið á að fá. Fékk United ekki þá miða sem félagið átti rétt á.

Sambandið komst að þeirri niðurstöðu að Arsenal hefði ekki fylgt reglunum og fékk félagið 500 þúsund punda skilorðsbundna sekt. Sektin verður ekki innheimt ef Arsenal sýnir fram á að félagið geti fullnægt þessum kröfum í þriðju umferð bikarsins á þessu tímabili.

Þess má geta að United vann leikinn í vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti