Olivier Giroud hefur greint frá því að hann mun ekki spila fyrir fleiri félög á ferlinum.
Framherjinn er orðinn 39 ára gamall og spilar í dag með Lille í heimalandinu, Frakklandi, og er þar liðsfélagi Hákonar Arnar Haraldssonar.
Giroud, sem er auðvitað fyrrum framherji Arsenal og Chelsea, sneri aftur til Evrópu eftir stutta dvöl í Bandaríkjunum og fór til Lille. Þar ætlar hann að ljúka ferlinum. Samningur hans rennur út í sumar.
Giroud hefur átt frábæran feril, til að mynda orðið Evrópumeistari með Chelsea og heimsmeistari með franska landsliðinu.