Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir nóg komið af leikjum sem valda stuðningsmönnum hjartaáföllum, eftir þroskaðan og fagmannlegan 2-0 sigur á Sunderland um helgina.
Amorim, sem hefur verið undir miklu álagi vegna slæmrar byrjunar á tímabilinu, hrósaði leikmönnum sínum fyrir jafnvæg og fagmennsku“ gegn Sunderland og sagði slíka frammistöðu lykilatriði ef liðið ætlar að byggja upp sjálfstraust og stöðugleika.
Samkvæmt enskum blöðum lét Amorim þessi orð falla eftir leikinn: „Stuðningsmenn vilja drama, en ég vil það ekki.“
Heimildarmaðurinn bætti við: „Hann var mjög ánægður með leikinn gegn Sunderland. Hann sagði þetta hafa verið fagmannleg frammistaða, ólík því sem við höfum séð áður á þessu tímabili og í fyrra þegar leikurinn breytist stundum í tryllta rússíbanareið.“
Amorim áréttaði að þetta væri ein helsta ástæða þess að liðið hafi ekki náð að safna sigrum í röð, sveiflukennd frammistaða hafi einfaldlega verið of krefjandi andlega fyrir leikmenn.
United situr nú í neðri hluta töflunnar og hefur aðeins náð í brot af mögulegum stigum á tímabilinu. En sigurinn á Sunderland og skýr skilaboð Amorims gætu verið skref í átt að rólegra, stöðugra tímabili.