Liverpool er á meðal liða sem fylgist með framgöngu Adam Wharton miðjumanns Crystal Palace.
Wharton er 21 árs gamall og er á sínu þriðja tímabili hjá Palace.
Wharton hefur verið orðaður við Real Madrid og fleiri lið en nú er Liverpool komið að borðinu líka.
Daily Mail segir frá þessu en búis er við að Wharton taki næsta skref á ferlinum næsta sumar.
Wharton hefur verið hluti af enska landsliðinu en ekki komist í hóp hjá Thomas Tuchel undanfarið.