fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 12:00

Sprungan í rúðunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríska landsliðið í knattspyrnu lenti sem betur fer heilu og höldnu heima eftir að flugvél sem þeir voru í var nauðlent á föstudag.

Liðið hafði unnið 2-1 útisigur á Lesótó í undankeppni HM og var á leið til baka þegar sprunga myndaðist í framrúðu flugvélarinnar aðeins 25 mínútum eftir flugtak frá Luanda í Angóla, þar sem vélin hafði millilent til eldsneytistöku.

Getty Images

Flugmaður ValueJet vélarinnar brást strax við og sneri aftur til flugvallarins. Allir um borð, leikmenn, starfslið og fulltrúar stjórnvalda, voru fluttir í öruggt skjól og enginn slasaðist.

Liðið hélt síðar áfram ferð sinni og var myndað þegar það lenti í Uyo í Nígeríu. Meðal leikmanna eru stjörnur á borð við Victor Osimhen hjá Galatasaray og Ademola Lookman hjá Atalanta.

Atvikið tafði ferðalag liðsins örlítið fyrir komandi leik gegn Benín, sem gæti reynst lykilviðureign í baráttunni um sæti á HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Nígería situr sem stendur í þriðja sæti í sínum riðli, þremur stigum á eftir Benín. Aðeins sigurliðið í riðlinum fer beint á lokamótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stöðuna á Íslandi slæma – „Aldrei verið slakari“

Segir stöðuna á Íslandi slæma – „Aldrei verið slakari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Halldóri eiga að vera sýnd þolinmæði nema þetta gerist í vetur

Segir Halldóri eiga að vera sýnd þolinmæði nema þetta gerist í vetur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Síðasti kaflinn á ferli Giroud

Síðasti kaflinn á ferli Giroud