Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur staðfest það að félagið sé með forkaupsrétt á Harry Kane í framtíðinni.
Kane er þrítugur og gekk í raðir Bayern Munchen í sumar fyrir 100 milljónir evra.
Um er að ræða markahæsta leikmann í sögu Tottenham en hann reynir nú fyrir sér erlendis í fyrsta sinn.
Levy hefur þó staðfest þær fréttir að ef Bayern losar sig við Kane þá er Tottenham í raun eina liðið sem kemur til greina.
Engar líkur eru á að Tottenham taki ekki því boði að fá Kane til baka ef það boð gefst en hann getur enn orðið markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Kane er samningsbundinn Bayern til ársins 2025 eða þar til hann verður 34 ára gamall.