Thomas Frank, stjóri Brentford, viðurkennir að framherjinn Ivan Toney sé fáanlegur fyrir rétt verð í janúar.
Toney var einn heitasti framherji Englands á síðustu leiktíð en var svo dæmdur í bann vegna veðmálabrota og má ekki spila fyrr en í janúar.
Stórlið á Englandi eru að horfa til Toney sem heldur sér í formi og hefur áhuga á að semja við stærra lið.
Frank segir að Toney sé fáanlegur fyrir rétt verð og staðfestir einnig að David Raya muni að öllum líkindum ganga endanlega í raðir Arsenal í sumar.
,,Hingað til höfum við aðeins selt einn leikmann til liða í ensku úrvalsdeildinni og það var David Raya – það var reyndar lán en verða örugglega kaup í framtíðinni,“ sagði Frank.
,,Ég held að öll félög þurfi að selja fyrir utan kannski fimm eða sex. Við erum félag sem selur leikmenn ef rétt verð er í boði.“