Jean-Clair Todibo hefur opinberað af hverju hann ákvað að hafna Manchester United í sumar.
Todibo er leikmaður Nice og fyrrum leikmaður Barcelona en hann var sterklega orðaður við enska stórliðið.
Todibo fékk þó engin skýr svör frá Man Utd eða þá hvert hlutverk hans í liðinu yrði á þessu tímabili.
,,Það var nokkuð ljóst að Nice vildi ekki selja mig í sumar. Ég íhugaði skrefið til Manchester og hélt ró minni,“ sagði Todibo.
,,Ég vildi ekki taka ranga ákvörðun. Ég vildi fá að vita hvað þeir vildu frá mér, af hverju er ég að skrifa undir? Þú getur ekki skrifað undir hjá félagi án þess að vita allar staðreyndirnar.“
,,Ég veit hvað ég er með í Nice svo af hverju að fara? Allt þarf að vera skýrt.“