Stuðningsmenn Chelsea hafa fengið jákvæðar fréttir fyrir komandi leik í ensku úrvalsdeildinni en Mykailo Mudryk er snúinn aftur úr meiðslum.
Mudryk hefur verið frá undanfarna tvo leiki en er nú klár og gæti snúið aftur á mánudagskvöld.
Þá mætir Chelsea Tottenham í Lundúnaslag og stórleik.
Chelsea hefur aðeins sótt í sig veðrið undanfarið en tapaði þó gegn Brentford um síðustu helgi. Liðið er um miðja deild.
Mudryk gekk í raðir félasins í janúar á þessu ári. Hann kom frá Shakhtar Donetsk fyrir um 90 milljónir punda en var lengi í gang.