Það er talið að Neymar verði frá í tíu mánuði í kjölfar krossbandsslita í síðasta mánuði.
Neymar fór í aðgerð í gær en hann meiddist í leik Brasilíu gegn Úrúgvæ í síðasta mánuði.
Hann verður lengur frá en menn héldu í fyrstu eða um tíu mánuði.
Neymar gekk í sumar í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu frá Paris Saint-Germain.
Þénar Brasilíumaðurinn svakalegar upphæðir hjá sádiarabíska félaginu og það undirstrikar það vel að hann þénar um 107 milljónir punda þá tíu mánuði sem hann verður frá.