Mamadou Sakho fyrrum varnarmaður Liverpool hefur sagt upp samningi sínum hjá Montpellier og segist ekki fá neina virðingu.
Gerist þetta viku eftir atvik á æfingasvæðinu þars em hann réðst á þjálfara sinn.
Sakho segist vilja yfirgefa svæðið eins og maður eftir að hafa sparkað í stjóra sinn, Michel Der Zakarian.
Allt byrjaði þetta þegar þjálfarinn dæmdi ekki aukaspyrnu sem Sakho vildi fá á æfingu, leikmenn liðsins voru þá að spila.
Sakho brjálaðist við þetta og reifst við þjálfarann sem fór að skamma hann. Sakho reiddist þá og kvartaði undan því að fá að spila lítið.
Við þetta fór allt úr böndunum og Sakho tók í kragann á peysunni sem Zakarian var í og byrjaði að sparka í hann.
Sakho var á síðasta ári á samningi sínum við franska félagið en Montpellier hafði reynt að losa sig við hann í sumar.