Mynd af leikmönnum Manchester United að tuða í dómaranum í stað þess að fara til baka og verjast er eitt af því sem margir horfa á í dag eftir slæmt tap gegn Newcastle.
Leikmenn United fengu 0-3 skell gegn Newcastle í deildarbikarnum í gær og er gríðarleg pressa á Erik ten Hag í starfi.
Í marki númer tvö þar sem Lewis Hall skoraði var dæmd aukaspyrna á miðjum velli en í stað þess að koma sér í stöðu, ákváðu leikmenn liðsins að fara að tuða.
„Þeir eru bara sofandi, þeir eru að tuða í dómaranum,“ sagði Gary Neville á Sky Sports.
„Á meðan þeir væla og skæla þá er Newcastle að vinna.“
Myndin af atvikinu er hér að neðan.