Staðarblaðið í Manchester, Manchester Evening News segir nokkurn hóp leikmanna Manchester United hafa fengið nóg af Erik Ten Hag.
Segir í fréttinni að leikmenn séu farnir að efast um hæfni þjálfarans og þá staðreynd að hann virðist eiga sína uppáhalds leikmenn.
Er Ten Hag sagður ekki hika við að gagnrýna suma leikmenn aðrir fái ekki slíka gagnrýni, þó spilamennska þeirra verðskuldi það.
Þá segir staðarblaðið að söluferli félagsins sé farið að pirra suma, félagið sé stefnulaust nú þegar ferlið hefur tekið tólf mánuði.
Ljóst er að starf Ten Hag hangir á bláþræði og tap gegn Fulham á morgun gæti orðið banabiti hans í starfi. Hann er á sínnu öðru tímabili með félagið.
United hefur tapað átta af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.