Casemiro, miðjumaður Manchester United er meiddur á nýjan leik og verður ekki leikfær gegn Fulham um helgina.
Erik ten Hag, stjóri United greinir frá þessu.
Casemiro hafði misst af tveimur deildarleikjum í röð en snéri aftur í tapi gegn Newcastle í deildarbikarnum í gær.
Miðjumaðurinn fór meiddur af velli í hálfleik og nú er ljóst að hann getur ekki spilað í London á laugardag.
United er í mikilli krísu og gæti leikurinn um helgina orðið síðasti leikur liðsins undir stjórn Ten Hag.