Talsvert stór hluti af starfsfólki Manchester United telur að Erik ten Hag stjóri Manchester United hefði getað tekið miklu betur á máli Jadon Sancho.
Ten Hag hefur hent Sancho til hliðar eftir að hann svaraði gagnrýni stjórans opinberlega og sakaði hann um að teikna sig upp sem blórabögul.
Sancho fær ekki að æfa með liðinu og þarf að æfa einn, Ten Hag neitar að tala við Sanco og ræða málin fyrr en hann biðst afsökunar.
Starfsmenn United eru samkvæmt The Athletic á því að Ten Hag hafi getað tæklað málið betur og á allt annan hátt.
Ten Hag vill ekki sjá Sancho og segir Athletic að hann sé bannaður í mötuneyti félagsins, hann fær mat sendan á bakka inn í klefa þar sem hann dvelur einn.
Búist er við að hinn 23 ára gamli Sancho fari frá United í janúar en hann hefur í átta vikur æft einn.