Stuðningsmenn Birmingham eru strax farnir að kalla eftir höfði Wayne Rooney eftir ömurlega byrjun hans sem stjóri félagsins.
Rooney tók við þjálfun Birmingham þrátt fyrir gott gengi félagsins, nýir eigendur frá Bandaríkjunum ákváðu að reka John Eustace þrátt fyrir það.
Draumur þeirra var að fá inn Rooney sem hafði starfað sem þjálfari DC United í Bandaríkjunum.
„Drullaðu þér aftur til Bandaríkjanna,“ sagði hópur stuðningsmanna Birmingham við Rooney þegar hann gekk af velli í gær.
Birmingham tapaði þá á heimavelli gegn Hull en þetta var annað tap Rooney með liðið í jafnmörgum leikjum.