Breska fjölmiðlakonan Laura Woods er alltaf með svör á reiðum höndum á samfélagsmiðlum.
Hún hefur því miður reglulega orðið fyrir áreiti á samfélagsmiðlum en lætur það ekki á sig fá.
Eftir leik Manchester United og FCK í gær grínaðist hún með vandræðalegt augnablik sitt og Erik ten Hag. Hún tók viðtal við hann eftir leik en hann virtist ekki taka eftir að hún ætlaði að taka í höndina á honum.
„Ég skal finna eitthvað sem þú getur gert með höndunum þínum,“ skrifaði einn netverji undir.
Woods var ekki lengi að svara. „Kemur þú með stækkunarglerið líka?“ spurði hún.
Hefur þetta vakið gífurlega lukku.