Harry Maguire og Andre Onana voru hetjur Manchester United í sigri á FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í gær. Fengu þeir skilaboð úr óvæntri átt eftir leik.
Maguire og Onana hafa mátt þola erfiða tíma og gagnrýni undanfarið en þeir stigu heldur betur upp í gær.
Enski miðvörðurinn skoraði sigurmark leiksins fyrir United og Onana varði víti FCK í blálokin sem tryggðu sigurinn.
Voru þeir tveir vinsælustu mennirnir á Old Trafford í gær en fengu þeir þá kveðju frá Mesut Özil, fyrrum leikmanni Arsenal, Real Madrid og fleiri liða.
„Harry Maguire og Andre Onana eiga þetta skilið. Þeir þögguðu niður í gagnrýnendum,“ skrifaði Arsenal goðsögnin á samfélagsmiðla og vakti það athygli margra.