Viðtal Erik ten Hag, stjóra Manchester United, við Laura Woods og TNT Sports eftir leik liðsins gegn FCK í gær hefur vakið mikla athygli.
United vann leikinn á dramatískan hátt og mætti hollenski stjórinn hress í viðtal eftir leik.
Úr varð hins vegar nokkuð vandræðalegt viðtal. Aðeins tveir hljóðnemar voru í boði á milli þeirr fjögurra sem í setti voru og þá virtist Ten Hag aldrei ætla að taka í höndina á Woods eftir viðtalið.
„Hversu skrýtið var þetta?“ spurði Woods kollega sína eftir að Ten Hag fór.
Sjón er sögu ríkari.
Man Utd manager Erik ten Hag left @laura_woodsy hanging 😂#UCL pic.twitter.com/Qz6V2PQS7S
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 24, 2023