Manchester City hefur hafið formlega rannsókn á lagi sem hópur stuðningsmanna félagsins söng um Sir Bobby Charlton um helgina.
Charlton lést á laugardag en á heimaleik liðsins gegn Brighton söng hópurinn um það að Charlton væri nú komin í kistu.
Charlton lést 86 ára gamall en hann lék lengst af fyrir Manchester United frá 1956 til 1973.
Um er að ræða mikla goðsögn í enskri knattspyrnu en hann lék einnig 106 landsleiki fyrir England á sínum ferli. Hann var í Heimsmeistaraliðinu árið 1966.
Charlton reyndi einnig fyrir sér sem þjálfari en hann stýrði Preston og Wigan um tíma.
Fótboltaheimurinn syrgir dauðsfall Charlton sem vann alls sjö titla sem leikmaður Man Utd á sínum tíma.
Lagið sem sungið var má sjá hér að neðan.
Manchester City fans yesterday mocking Man UTD legend Bobby Charlton after he passed away 🕊️ pic.twitter.com/TwbNT5rxY1
— Neo 🇶🇦 (@UTDNE0) October 22, 2023