Ofurtölvan hefur stokkað spil sín eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni líkt og hún gerir í viku hverri.
Samkvæmt henni verður Manchester City meistari og Arsenal í öðru sæti. Liverpool og Newcastle fylgja þeim í Meistaradeildina en Tottenham þarf að láta Evrópudeildarsæti sér að góðu verða.
Það sem ber hæst er að Ofurtölvan setur Manchester United í níunda sæti, yrði það versta niðurstaða liðsins í 34 ár.
Hér að neðan er spá Ofurtölvunnar í heild eftir helgina.