Allison Becker, markvörður Liverpool, vill sjá Mohamed Salah áfram í rauðu treyjunni næstu árin.
Brasilíumaðurinn ræddi þetta í viðtali eftir 2-0 sigur á Everton um helgina, þar sem Salah skoraði bæði mörkin.
Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool undanfarin ár en í sumar var hann sterklega orðaður við Al Ittihad í Sádi-Arabíu. Talið er að Sádar reyni að fá hann að nýju næsta sumar.
„Hann er ótrúlegur. Ég er svo glaður að hafa hann í liðinu. Vonandi brýtur hann öll met í vegi hans, svo lengi sem hann verður áfram í rauðu treyjunni!“ sagði Allison.