Lélegur framburður, Erik ten Hag stjóra Manchester United bjó til misskilning sem varð til þess að fréttamenn héldu í stutta stund að Jadon Sancho væri að snúa aftur.
Ten Hag var að ræða við fréttamenn fyrir leik gegn FCK í Meistaradeild Evrópu á morgun.
„Sergio er byrjaður að æfa aftur,“ sagði hollenski stjórinn og átti þar við Sergio Reguilon bakvörð félagsins.
Framburður Ten Hag var hins vegar þannig að margir héldu að Sancho væri að snúa aftur eftir 8 vikur í kuldanum.
Sancho neitar að biðja Ten Hag afsökunar og fær sökum þess ekki að spila eða æfa með félaginu um þessar mundir, allt stefnir í að hann fari frá félaginu í janúar.
Framburður Ten Hag er hér að neðan.
…it sounds like “Sancho”, but Man Utd confirm Erik Ten Hag said “Sergio” back to training this week. 🔴 #MUFC pic.twitter.com/yIPKp4K1Pv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2023