Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, vill greinilega ólmur komast til Manchester United í sumar. Hann sýndi það í verki á samfélagsmiðlum í gær.
Pavard hefur verið hjá Bayern síðan 2019 og á ár eftir af samningi sínum við félagið.
Hann vill hins vegar fara og fyrr í sumar var útlit fyrir að hann færi til Manchester City til að leysa af Kyle Walker. Ekkert varð hins vegar af því og hvorki hann né Walker færðu sig um set.
Pavard vill þó enn fara og í gær komu fram fréttir þess efnis að leikmaðurinn hafi látið Bayern vita að hann vildi fara til United.
Í gær setti Pavard svo hjarta undir færslu Raphael Varane á Instagram eftir sigur United á Wolves í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ljóst er að þetta eru skýr skilaboð.
Benjamin Pavard, showing how much he wants Manchester United move under Varane’s post… 🔴👀 #MUFC
Pavard, pushing with Bayern to make the deal happen. pic.twitter.com/Q3TrMNvgSW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 14, 2023