Arsenal er óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni og er búið að tryggja sér átta stiga forskot á toppnum.
Það fór fram stórleikur í deildinni í kvöld en Arsenal heimsótti þá granna sína í Tottenham.
Tvö mörk voru skoruð í leiknum og voru það gestirnir í Arsenal sem gerðu þau bæði í fyrri hálfleik.
Það fyrra var sjálfsmark markmannsins Hugo Lloris og skoraði svo Martin Ödegaard ekki löngu seinna.
Ótrúlegt atvik átti sér stað í leiknum er ungur stuðningsmaður Tottenham sparkaði í markmanninn Aaron Ramsdale.
Atvikið má sjá hér.
SPURS FAN KICKED RAMSDALE!!!!! 😳
— Barstool Football (@StoolFootball) January 15, 2023