Sonur goðsagnarinnar Dennis Bergkamp hefur skrifað undir samning við lið Bromley í utandeild Englands.
Leikmaðurinn ber nafnoð Mitchel en hann var áður á reynslu hjá Arsenal sem og Watford en það gekk ekki upp.
Pabbi hans, Bergkamp, er goðsögn hjá Arsenal og er talinn einn allra besti leikmaður í sögu félagsins.
Mitchel er 24 ára gamall miðjumaður en hann var ekki talinn nógu góður fyrir Arsenal né Watford.
Bromley leikur í fimmtu efstu deild Englands og er í tíunda sætinu í National League keppninni.