Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er ekki þekktur fyrir það að biðjast afsökunar og stendur yfirleitt með sínum skoðunum.
Morgan er mjög virkur á samskiptamiðlinum Twitter en hann er harður stuðningsmaður Arsenal í úrvalsdeildinni.
Morgan var á sínum tíma harðasti gagnrýnandi Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og vildi fá hann burt sem fyrst.
Eftir nokkuð erfiða byrjun hefur Arteta náð frábærum árangri með Arsenal sem situr í efsta sæti deildarinnar.
Morgan hefur nú beðið Arteta afsökunar og viðurkennir að hann hafi haft rangt fyrir sér með gagnrýninni.
,,Ég biðst afsökunar á að hafa efast um þig, Mikel. Þú ert fyrir alvöru, haltu áfram frábæru starfi,“ sagði Morgan.