Það er klappað og klárt að vængmaðurinn Mykhaylo Mudryk skrifi undir samning við Chelsea.
Þetta staðfestir Fabrizio Romano í kvöld en Mudryk mun kosta Chelsea 100 milljónir evra.
Um er að ræða skemmtilegan vængmann sem var lengi á óskalista Arsenal sem bauð 95 milljónir evra.
Arsenal tók sinn tíma í að næla í Mudryk og skrifar hann nú frekar undir sjö ára samning við Chelsea.
Mudryk mun gangast undir læknisskoðun á sunnudag og kemur til London í kvöld.