Paul Merson, goðsögn Arsenal, býst alls ekki við sigri Liverpool í dag er liðið mætir Brighton.
Liverpool þarf á sigri að halda í þesum leik en liðið er nú þegar sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Brighton er sæti fyrir neðan Liverpool í deildinni og hefur Merson ekki trú á að þeir rauðklæddu muni ná í þrujú stig.
Leikið er á heimavelli Brighton en Liverpool verður án varnarmannsins Virgil van Dijk sem er meiddur.
,,Liverpool á enn möguleika á að ná topp fjórum en þeir eru sjö stigum á eftir Newcastle. Það eru ekki eins margir leikir búnir í dag vegna HM og við munum vita meira í lok febrúar,“ sagði Merson.
,,Liverpool er alls ekki sama lið án Virgin van Dijk. Hann er þeirra Rolls Royce. Þetta er risastór leikur fyrir Liverpool en ég sé Brighton ekki tapa. Ég spái jafntefli og þar er ég að vera góður við Liverpool.“